Nokia N70 Music Edition - Bluetooth-tengingar

background image

Bluetooth-tengingar

Þú getur tengst öðrum samhæfum tækjum þráðlaust með
Bluetooth-tækni. Samhæf tæki eru m.a. farsímar, tölvur og
aukabúnaður eins og höfuðtól og bílbúnaður. Þú getur
notað Bluetooth-tækni til að senda myndir, myndinnskot,
tónlist, hljóðinnskot og minnismiða; til að tengjast öðrum
samhæfum tölvum þráðlaust (t.d. til að flytja skrár) eða til
að tengjast við samhæfan prentara til að prenta myndir
með valkostinum

Myndprentun

. Sjá „Prentun mynda“ á

bls. 47.

Þar sem tæki með Bluetooth nota útvarpsbylgjur til
samskipta þarf tækið ekki að vera í beinni sjónlínu við hitt
tækið. Nóg er að tækin séu í innan við 10 metra (32 feta)
fjarlægð hvort frá öðru. Truflanir geta þó orðið á
tengingunni vegna hindrana líkt og veggja eða annarra
raftækja.

Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2,0
sem styður eftirfarandi snið: Basic Printing Profile, Generic
Access Profile, Serial Port Profile, Dial-up Networking
Profile, Headset Profile, Handsfree Profile, Generic Object
Exchange Profile, Object Push Profile, File Transfer Profile,
Basic Imaging Profile og Human Interface Device Profile.

Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja
Bluetooth-tækni skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir
af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá
framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við
þetta tæki.

Útskýring: Snið tengist þjónustu eða virkni og

skilgreinir hvernig mismunandi tæki tengjast. Til dæmis
er handfrjálsa sniðið notað til að tengja handfrjálst
tæki og símann. Til að tæki séu samhæf þurfa þau að
styðja sömu snið.

Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á
sumum stöðum. Kanna skal það hjá yfirvöldum á staðnum
eða þjónustuveitunni.

Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum
aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir
eru notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka
endingu rafhlöðunnar.

Ekki er hægt að nota Bluetooth þegar tækið er læst.
Frekari upplýsingar um læsingu tækisins er að finna
í „Öryggi“, á bls. 104.

background image

Tengingar

88