Verkfæri fyrir minniskort
Aðeins skal nota margmiðlunarkort (Reduced Size
MultiMediaCards eða RS-MMC) sem Nokia samþykkir
með þessu tæki. Nokia notar minniskort samkvæmt
Nokia N7
0 t
æ
kið þitt
18
viðurkenndum stöðlum en ekki er víst að öll önnur
vörumerki virki rétt eða séu alveg samhæf þessu tæki.
Þetta tæki notar Reduced Size Dual Voltage (1,8 eða 3V)
MultiMediaCard (RS-MMC). Aðeins skal nota
margmiðlunarkort sem nota bæði 1,8 og 3 volt til
að tryggja samhæfni. Upplýsingar um samhæfni
margmiðlunarkorts er hægt að fá hjá framleiðanda
eða söluaðila kortsins.
Aðeins skal nota samhæf margmiðlunarkort (Reduced
Size MultiMediaCards, eða RS-MMC) með þessu tæki.
Önnur minniskort, svo sem Secure Digital (SD) kort, passa
ekki í minniskortaraufina og eru ekki samhæf þessu tæki.
Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt minniskortið
og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa
kortinu geta skaddast.
Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
Ýttu á
og veldu
Verkfæri
>
Minni
. Hægt er að auka
minnið með því að nota samhæft minniskort. Einnig er
ráðlegt að taka reglulega öryggisafrit af gögnum í minni
tækisins og vista það á samhæfu minniskorti. Hægt er að
flytja upplýsingarnar yfir í tækið síðar.
Ekki er hægt að nota minniskort ef minniskortsraufin er
opin.
Mikilvægt: Ekki má fjarlægja minniskortið í miðri
aðgerð þegar verið er að lesa af því. Ef kortið er
fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum
á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd
eru á kortinu geta skemmst.
Til að taka öryggisafrit af gögnum í minni tækisins og setja
það á samhæft minniskort skaltu velja
Valkostir
>
Afrita
minni símans
.
Til að setja upplýsingarnar aftur í minni tækisins skaltu
velja
Valkostir
>
Endurh. frá korti
.
Ábending! Til að breyta heiti minniskorts skaltu velja
Valkostir
>
Nafn minniskorts
.